Franska félagið Eutelsat, framleiðir gervitungl og hefur verið að semja við félög sem gætu komið næsta gervitungli upp í geim.

Samkvæmt CNN Tech hefur Blue Origin, eitt af félögum Jeff Bezos, náð samkomulagi við franska félagið og mun þar með sjá um að skjóta gervitunglinu í geiminn árið 2022.

Jeff Bezos, sem er best þekktur sem stofnandi Amazon og Rudolphe Belmer, sem gegnir forstjórastöðu Eutelsat, tilkynntu samkomulagið á ráðstefnu í Washingon í vikunni.

Gervitunglinu verður skotið á loft með New Glenn, sem verður tæknilegasta geimskutla Ble Origin. Skutlan er nefnd í höfuðið á John Glenn, einum þekktasta geimfara Bandaríkjanna.