Breska matvöruverslunarkeðjan Somerfield hefur samþykkt að selja 170 Kwik Save-búðir úr eignasafni sínu, segir í frétt The Sunday Telagraph.

Talið er að Kaupþing banki eigi um 20% hlut í Somerfield, sem var keypt af hópi fjárfesta undir forystu breska fjárfestingasjóðsins Apax í fyrra fyrir 1.1 milljarð punda. Baugur varð að hætta við þátttöku vegna Baugsmálsins.

Richard Kirk, forstjóri tískuvöruverslunarinnar Peacock, leiðir hóp fjárfesta sem hefur samþykkt að kaupa búðirnar. Heimildarmenn The Sunday Telegraph segja að kaupverðið nemi ?tugum milljóum punda". Kirk var áður einn af yfirstjórnendum Iceland-verslunarkeðjunnar, sem nú er að mestu leyti í eigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons.

Eftir söluna mun Somerfield enn eiga um 200 Kwik Save-verslanir, en talið er að félagið muni selja þær flestar og breyta hluta þeirra í Somerfield-búðir. Búist er við að Somerfield muni fá samtals um 200 milljónir punda fyrir allar Kwik Save-verslanirnar.