*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 22. mars 2021 12:50

Sómi hafði betur gegn Veganmat og Oatly

Neytendastofa telur ekki tilefni til að aðhafast vegna líkinda Júmbó frá Sóma við vörmerki JÖMM frá Veganmat og Oatly.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Neytendastofa telur ekki tilefni til að aðhafast vegna nýlegs vörumerkis Júmbó frá Sóma sem tekið var upp árið 2019. Vegnamatur sem er með vörumerkið JÖMM og Oatly, sem framleiðir haframjólk, kvörtuðu til Neytendastofu vegna líkinda nýs vörumerkis Júmbó við þeirra eigin vörumerki.

Fjallað var um málið í fjölmiðlum í október 2019 þegar forsvarsmenn Veganmatar sökuðu Sóma um að apa eftir útliti JÖMM.

Töldu Veganmatur og Oatly að auðkennin væru svo lík að líklegt væri að neytendur rugluðust á þeim og keyptu því Júmbó vörur þegar þeir héldu að þeir væru að kaupa vörur frá Veganmat eðaOatly. 

Sómi mótmælti þessu og taldi líkindin ekki slík að hætta væri á að neytendur rugluðust á þeim. Á það féllst Neytendastofa.

Stofnunin taldi ekki að notkun Sóma á auðkenninu Júmbó fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti gagnvart Vegnmat og Oatly eða að notkunin væri villandi gagnvart neytendum.

Vörumerkin þrjú, Júmbó, JÖMM og Oatly.