Sómi hefur undirritað kaupsamning á Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið samþykki kaupin. Þetta staðfestir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma, í samtali við Fréttablaðið .

Þykkvabæjar hefur verið í söluferli að undanförnu að Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir skömmu að Íslensk-ameríska hefði skoðað möguleg kaup á fyrirtækinu. Ekkert varð hins vegar af kaupunum.

Alfreð segir í samtali við Fréttablaðið að ætlunin sé að reka fyrirtækið í óbreyttri mynd. Kaupverðið sé trúnaðarmál en tilkynning verði send út með nánari upplýsingum þegar kaupin verða formlega gengin í gegn.