Sveinbjörn Hjörleifsson hefur ásamt fleirum ákveðið að koma að stofnun nýs stjórnmálafls sem muni bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu Alþingiskosningum. Sveinbjörn er 29 ára. Hann er sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. formanns Samfylkingarinanr og fyrrv. utanríkisráðherra, og Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda.

Landsfundur Samfylkingarinnar
Landsfundur Samfylkingarinnar
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Sveinbjörn segir í léttum dúr á myndbandi sem hann hefur sett inn á Youtube-vefinn að fjölmörg þingframboð hafi litið dagsins ljós síðustu daga. Þau eigi öll það sameiginlegt að bera falleg nöfn en flagga óskýrum og leiðinlegum stefnumálum.

Flokkurinn sem Sveinbjörn fer fyrir boðar fá og skýr stefnumál á borð við algjört netfrelsi, lögleiðingu fíkniefna og að Ísland hætti allri alþjóðlegri samvinnu.

Flokkurinn hefur ekki enn fengið nafn og hefur hann því efnt til nafnasamkeppni á meðal almennnings. Tekið er sérstaklega fram að væmin nöfn séu vinsamlegast afþökkuð sem og þátttaka stjórnmálamanna.

Hér má skoða yfirlýsinguna um nýtt framboð.