Farsímaframleiðandinn Sony Ericsson hefur gefið út afkomuviðvörun fyrir þennan ársfjórðung og segir í tilkynningu frá félaginu að töluvert minni eftirspurn sé eftir farsímum en félagið hafði áður gert ráð fyrir.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í frétt BBC kemur fram að búist er við að hagnaður verði ekki nema 65% af því sem áður hafði verið gert ráð fyrir.

Félagið, sem er samsett úr rafmagnstækjaframleiðandanum Sony annars vegar og símafyrirtækinu Ericsson hins vegar hefur nú þegar lækka um 11% í sænsku Kauphöllinni frá því að markaðir opnuðu þar í morgun.