Sony seldi talsvert fleiri eintök af leikjatölvunni Playstation 4 frá því hún kom á markað í fyrrahaust en Microsoft seldi af leikjatölvunni Xbox One. Báðar leikjatölvurnar kom á markað um svipað leyti. Frá áramótum hefur Sony hins vegar skilið Microsoft eftir í rykinu. Á tveggja mánaða tímabili, þ.e. frá byrjun janúar til lok febrúar, seldi Sony tæplega 290 þúsund leikjatölvur á meðan tæplega 260 þúsund stykki fóru af Xbox-leikjatölvunni.

Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal netmiðillinn The Verge , vekja athygli á verðmismun á leikjatölvunum. PS4 kosti 399 dali en Xbox-leikjatölvan 499 dali.