Hátæknifyrirtækið Sony Corp á í samningaviðræðum við japanskan fjárfesti um sölu á PC framleiðslu sína. Rekstur þess anga fyrirtækisins gengur illa. Japanska blaðið Nikkei daily segir að söluverðið sé 490 milljónir dala.

Áætlunin gengur út á það að Sony selji nýju fyrirtæki, sem er í eigu fjárfestanna, PC framleiðsluna. Sony myndi síðan eiga smá hlut í nýja fyrirtækinu. Reuters segir að Sony myndi tapa á þessari sölunni. Það væri þá í fyrsta sinn í tvö ár sem tap yrði á rekstri Sony.

Rekstur Sony hefur gengið prýðilega að undanförnu, en fyrirtækið framleiðir hinar vinsælu Playstation tölvur. Ný útgáfa kom út rétt fyrir jólin.

Reuters greinir ítarlega frá málinu.