Sony kynnti í dag fyrstu spjaldtölvur fyrirtækisins. Þeim er ætlað að keppa við iPad, spjaldtölvu Apple. Rúmt ár er síðan iPad kom á markað og því ljóst að Apple hefur enn nokkuð forskot á Sony og aðra keppinauta. Sony hefur áður gefið út að það vill verða annar stærsti aðilinn á markaði spjaldtölva.

Í frétt Reuters kemur fram að stýrikerfi Sony vélarinnar er byggt á Google Android 3.0 stýrikerfinu. Með tölvunni má meðal annars spila Playstation tölvuleiki, en tölvur Sony kallast S1 og S2.

Talið er að sala spaldtölva fjórfaldist á árunum 2011 til 2015 og að seldar verði um 294 milljónir tölva.