Áhyggjur af frammistöðu Playstation 3, nýrri leikjatölvu Sony, urðu til þess að hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 2,75% í gær, segir í frétt Dow Jones.

Kynningareintök PS3 sem voru nýlega til sýnis létu illa að stjórn og þurfti að endurræsa ítrekað, en Sony hefur neitað því að glíma við tæknilega örðugleika í framleiðslu PS3. Sony hefur nú tvívegis tilkynnt um tafir á markaðssetningu PS3 og á nú í aukinni samkeppni frá Microsoft og Nintendo.

Sony hefur einnig þurft að bera þungann af innköllun rafhlaða í ferðatölvum að undanförnu.