Matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Sony og Panasonic í ruslflokk í dag. Sony fór úr BBB- niður um þrjá flokka í BB-. Panasonic lækkaði um tvo flokka úr BB í BBB-

Lækkunin er ekki af ástæðulausu en samanlagt tap fyrirtækjanna tveggja og Sharp hljóðar upp á 20 milljarða dollara. Það hefur knúið fyrirtækin til þess að selja eignir, segja upp fólki og loka verksmiðjum.

Samkeppni við Apple og Samsung hefur leikið fyrirtækin illa en eftirspurn eftir helstu söluvörum fyrirtækisins á borð við sjónvörp og neytendaraftæki hefur snarminnkað. Hátt gengi jensins er einnig fyrirtækjunum til trafala.

Hlutabréf Sony lækkuðu um 4,4% í Frankfurt í kjölfar tilkynningarinnar um lækkun lánshæfiseinkunnar fyrirtækisins. Það sem af er ári hafa hlutabréf Sony lækkað um 40%.

Panasonic lækkaði um aðeins 0,4% á hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt sem er heldur minni lækkun samanborið við Sony.