Sony Music eitt þriggja stærstu tónlistarútgáfufyrirtækja heimsins hyggst taka aftur upp þá iðju að pressa eigin vínylplötu. Fyrirtækið hætti útgáfu á vínylplötum árið 1989. Framleiðslan mun fara fram í japanskri verksmiðju í suðvestur hluta Tókyó og verða fyrstu plöturnar pressaðar í mars 2018. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Talsverð aukning hefur verið á sölu vínylplatna í heiminum. Útlitið var svart fyrir útgáfu slíkra vínyls á fyrstu árum 21. áratogsins, en mikill viðsnúningur hefur verið. Gert er ráð fyrir því að tekjur á sölu vínylplatna verði um 1 milljarður dollara á þessu ári - neytendur velja í auknum mæli aukin hljómgæði vínylplatnanna.