Matsfyrirtækið Moody's hefur fært skuldabréf japanska tæknifyrirtækisins Sony niður í ruslflokk. Nokkuð margar ástæður eru fyrir lægra mati, að sögn breska útvarpsins ( BBC ), ekki síst tekjusamdráttur vegna minni sölu á sjónvörpum og tölvum og harðrar samkeppni á markaði með þessi töl og tæki sem hefur jafnframt skilað sér í verðlækkun á þeim. Þessi þróun olli því að stjórnendur Sony sögðu í október í fyrra að hagnaður fyrirtækisins verði 40% minni en áætlað var.

Búist er við að hagnaður Sony muni nema 30 milljörðum jena á rekstrarárinu sem lýkur í enda mars. Fyrri spá hljóðaði upp á 50 milljarða jena.

Gengi hlutabréfa Sony hefur fallið um 2% á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Viðskiptadagurinn þar er ekki byrjaðu.

Nýjasta leikjatölva Sony, PlayStation 4, kom á markað í fyrrahaust. Hún er væntanleg hingað til lands í vikunni.