Japanski tæknirisinn Sony hagnaðist um 664 milljónir dala á síðasta ársfjórðungi og þrefaldaði hagnaðinn frá sama tíma í fyrra, samkvæmt frétt BBC News . Fjárhæðin jafngildir tæpum 90 milljörðum íslenskra króna.

Í heildina litið breyttust sölutölur fyrirtækisins lítið, en hins vegar jókst sala á varningi tengdum Playstation-leikjatölvunni um meira en 12%. Þá var gengi japanska gjaldmiðilsins veikara í ár en í fyrra sem hjálpaði til við afkomutölurnar.

Fyrirtækið býst við að skila hagnaði á þessu fjárhagsári í fyrsta skipti í þrjú ár.