Fjárfestirinn þekkti George Soros telur Þjóðverja annað hvort þurfa að yfirgefa evruna eða taka meira afgerandi forystu innan sambandslandanna. Þetta segir hann í grein sem birtist í New York Review of Books í morgun og er fjallað um á vef breska ríkisútvarpsins BBC. George Soros er gjarnan kennt um að hafa felt breska pundið snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hefur fjallað töluvert um vandræðin á Evrusvæðinu í hinum ýmsu fjölmiðlum.

Í dag er haft eftir Soros að evrusvæðið ætti að setja markið á fimm prósent hagvöxt. Til þess að slíkt markmið náist þurfi að falla frá aðhalds-stefnu Þjóðverja og sætta sig við hærri verðbólgu.

Soros er hlynntir þeim björgunaraðgerðum sem kynntar voru í Evrópusambandinu í síðustu viku. Þjóðverjar munu kjósa um hvort heimila eigi aðgerðirnar í vikunni og segir Soros þau „stjórnarskrárvandræði“ Þjóðverja að bera slíkar aðgerðir undir atkvæði þegar hafa tafið 700 milljarða evru björgunina of mikið.

Soros segir þó að kaup ríkisskuldabréfa til að létta á skuldsettum evrulöndum muni endanlega skipta Evrópu í hópa lánveitenda og skuldara.