Fjárfestingarsjóður bandaríska fjárfestisins George Soros hefur selt nær alla hluti sína í kínversku netversluninni Alibaba, að því er segir í frétt BBC. Þar kemur fram að virði eignarhluta Soros er nú um 4,9 milljónir dala, en hann átti um 370 milljónir dala í fyrirtækinu í marslok.

Alibaba var skráð á markað í New York í september í fyrra og náði gengi félagsins hámarki í nóvember. Frá þeim tíma hefur gengið lækkað um 37%.

Sjóður Soros hefur einnig selt hlutabréf í kínversku leitarvélinni Baidu, en bætt við eignarhlut sinn í Time Warner og Facebook.