Fjárfestirinn George Soros sér ekkert nema dökk ský við sjóndeildarhringinn. Í viðtali við Newsweek segir hann að líkindi séu með stöðuni nú og skömmu fyrir kreppuna mikla á þriðja tug síðustu aldar. „Við erum stödd á mjög erfiðum tíma sem líkja mætti við fjórða áratug síðustu aldar og kreppuna miklu. Við stöndum frammi fyrir samdrætti í stórum hluta heimsins sem gæti leitt til tíu ára tímabils stöðnunar eða þaðan af verra, „ segir Soros sem orðin er 81 árs gamall. „Í besta falli verður stöðnun og verðhjöðnun en í versta falli hrynur fjármálakerfið.“