Hagnaður Sorpu b.s. á árinu 2004 nam 53,9 millj.kr. en var 28,2 millj.kr. árið 2003 Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 148,3 millj.kr. á árinu 2004 en var 131,9 millj.kr. á árinu 2003. Rekstrartekjur samlagsins námu 1,341,9 millj.kr. árið 2004 samanborið við 1,221,6 millj.kr. árið 2003 sem er 9,858% hækkun. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1,193,6 millj.kr. samanborið við 1,089,6 millj.kr. 2003 og er hækkunin 9,5%.

Heildareignir samlagsins 31. desember 2004 námu 1.696 millj.kr. og heildarskuldir 834 millj.kr. Eigið fé 31. desember 2004 var 862 millj.kr. og hafði aukist um 65,1 millj.kr. frá því í upphafi árs eða um 8,2%. Eiginfjárhlutfall var 50,8% en var í lok síðasta árs 48,6%.

Handbært fé frá rekstri á árinu 2004 var 143,9 millj.kr. en var árið 2003 165,2 millj.kr. Veltufjárhlutfall var 0,88 31.desember 2004 og handbært fé nam 82,4 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar námu 103,8 millj.kr. samanborið við 95,5 millj.kr. árið 2003.