Ríkiskaup, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hafa auglýst eftir tilboðum í sorpeyðingu og sorphreinsun fyrir Vestmannaeyjabæ. Um tvö útboð er að ræða. Annars vegar er rekstur flokkunarstöðvar, sorpbrennslustöðvar, rekstur tækjabúnaðar og urðun úrgangs í Búastaðagryfju. Hins vegar skal boðið í sorphreinsun frá heimilum og rekstur tækja og tóla til verksins, þar með talið allra flutningstækja.

Kynningarfundur og vettvangsskoðun verður farið vegna beggja útboðanna föstudaginn 4. mars nk. en frestur til að skila tilboðum rennur út 22. mars. Allar nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem verða til sýnis og sölu hjá Ríkiskaupum frá og með kl. 13.00 á morgun, föstudaginn 25. febrúar.