Heildarkostnaður borgarinnar af rekstri sorphirðu árið 2003 var um 680 milljónir króna. Þar af var um 30% vegna þátttöku borgarinnar í rekstri endurvinnslustöðvar Sorpu og um 3% vegna reksturs grenndarstöðva fyrir flokkaðan úrgang. Borgin hefur þó ákveðið að hætta þessari þjónustu við fyrirtæki en mun þó áfram þjóna heimilum borgarinnar. Ástæður fyrir því að þetta er gert núna er vegna þess að hægt og rólega hafa nágrannasveitarfélög hætt þessari þjónustu við fyrirtæki. Hefur því einkageirinn tekið og fannst mönnum tímabært að sama gerðist í Reykjavík.

Peningarnir í ruslinu færast því í auknum mæli til einkaaðila og eru þeir ánægðir með þessa þróun. Ekki þykir mönnum þó líklegt að öll sorpþjónusta verði sett í hendur á einkaaðilum í náinni framtíð.