Sósíalistaflokkur býður ekki fram lista til Alþingiskosninga sem fara fram 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni flokksins.

Í tilkynningunni skrifar Gunnar Smári: „ Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum. Þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi.“