*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 19. september 2017 10:45

Sósíalistar taka ákvörðun um framboð í kvöld

Ákvörðunin verður tekin á fundi félagsmanna Sósíalistaflokksins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Félagsmenn í Sósíalistaflokki Íslands munu taka ákvörðun á félagsfundi í kvöld hvort flokkurinn bjóði fram til komandi Alþingiskosninga. Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður flokksins í samtali við Viðskiptablaðið.

Flokkurinn var stofnaður þann 1. maí síðastliðinn. Á vef flokksins segir að fyrstu baráttumál flokksins séu mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn óháð stöðu, aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálsu heilbrigðis-, mennta og velferðarkerfi, stytting vinnuvikunnar og „enduruppbygging skattheimtunnar með það fyrir augum að auðstéttin greiði eðlilegan skerf til samneyslunnar en álögum sé létt af öðrum.“