*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Erlent 10. júlí 2020 14:48

Sótt að Tesla úr mörgum áttum

Rafbílaframleiðandinn Rivian hefur sótt sér enn meira fjármagn en félagið hefur framleiðslu á pallbílum og trukkum á næsta ári.

Ritstjórn
Rafmagnsbíll Rivian sem ber heitið RT1 á bílasýningu í New York árið 2019.
epa

Rafbílaframleiðandinn Rivian, sem bæði Ford og Amazon hafa fjárfest í, hefur fengið fjármagn frá fjárfestingafélaginu T. Rowe Price andvirði 2,5 milljarða dollara, um 353 milljarða króna.

Félagið hyggst hefja framleiðslu á pallbílum og jeppum á næsta ári og því veita Tesla samkeppni. Ravian er ekki eina félagið þar sem rafbílaframleiðandinn Nikola er einnig að hefja framleiðslu á pallbílum á næsta ári ásamt því að skrá sig á markað.

Rivian hefur nú fengið um 6 milljarða dollara í fjármögnun en auk fyrrnefndra félaga hefur Facebook, Barion og BlackRock fjárfest í því. Reuters greinir frá.

Félagið var stofnað árið 2007 en töluverðar tafir hafa verið á framleiðslu í gegnum árin. Að auki hefur COVID leitt til þess að verksmiðjum þurfti að loka tímabundið. Samt sem áður er um mikla samkeppni fyrir aðila sem nú þegar eru á markaði en Rivian hefur meðal annars samið við Amazon um að framleiða 100 þúsund sendiferðabíla. Verkefnið er liður Amazon í að rafmagnsvæða bílaflota sinn. 

Hlutabréfaverð Tesla hafa verið í miklum uppgang en bréf félagsins kosta nú um 1,400 dollara hvert og hafa hækkað um tæplega 40% síðasta mánuðinn.

Stikkorð: Tesla Nikola Rivina