Rannsóknasjóði bárust 234 nýjar umsóknir fyrir árið 2005, en umsóknarfrestur rann út 1. október. Heildarumsóknaupphæð í sjóðinn er 643,5 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að veittir verði 92 framhaldsstyrkir árið 2005 að heildarupphæð ca. 245 milljónir kr. og að um 210 milljónir kr. fari í nýja styrki.

Sótt er um samtals 122,3 milljónir kr. í verkfræði, tækni og raunvísindi, samtals 196, 8 milljónir kr. í náttúru- og umhverfisvísindi, samtals 158,1 milljón kr. í heilbrigðis- og lífvísindi og samtals 166,4 milljónir kr. í hug- og félagsvísindi.

Háskólastofnanir standa fyrir 67,5% umsókna, rannsóknastofnanir fyrir 18,8% umsókna, fyrirtæki fyrir 7,7% og einstaklingar 6%.