Fjármálafyrirtækið New Century Financial Corp sótti í gær um greiðslustöðvun undir hinum svokallaða ellefta kafla. New Century, sem hefur verið umsvifamikið í fasteignalánum í Bandaríkjunum, er helsta fórnarlamb þeirra hræringa sem hafa orðið á markaði með fasteignalán sem bera aukna áhættu. Í umsókninni um greiðslustöðvun kom fram að eignir New Century eru 36,3 milljarðar Bandaríkjadala en skuldir um 102,5 milljarðar. Stjórnendur fyrirtækisins munu strax ráðast í aðgerðir til þess að skera niður kostnað og endurskipuleggja reksturinn með hliðsjón af sölu.