Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar, sótti í dag um ríkisborgararétt hjá frjálshyggjuríkinu Liberlandi. Hann greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook .

„Í dag sótti ég rum ríkisborgararétt hjá Liberland. Landið sem er nýstofnað liggur milli Serbíu og Króatíu og er byggt á frelsisgildum. Allir borgarar Liberlands eiga að virða mannréttindi annarra, bæði til lífs og eigna. Engir skattar eru í Liberland og verður ríkið rekið fyrir frjáls framlög,“ skrifar Ingvar Smári.

Hann segir að eins og standi búinn enginn í Liberlandi ennþá en yfir hundrað þúsund manns hafi sótt um ríkisborgararétt. Því sé augljóslega mikil eftirspurn eftir landi sem byggt sé á frelsisgildum.

„Ég veit satt að segja ekki hvort ég flytji einhvern tímann til Liberlands en það er gott að hafa ríkisborgararéttinn bakvið eyrað þurfi ég að flytjast búferlum sem efnahagslegur flóttamaður. Auðvitað veltur það samt á því hvort Liberland takist á loft og hvort sósíalistar fái aftur að stýra landinu,“ segir Ingvar.

Áhugasamir geta sótt um ríkisborgararétt hér: https://liberland.org/en/request/ .