Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans, sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna, voru látin kaupa alls 13,2% hlut í bankanum sem gerðu þau samanlagt að næststærsta eiganda hans. Öll félögin átta lutu stjórn helstu stjórnenda Landsbankans þó að ýmsir aðrir væru formlega settir í stjórn þeirra. Þetta kemur glögglega fram í skýrslutökum yfir Kristjáni G. Valdimarssyni, fyrrum forstöðumanni skattasviðs Landsbankans.

Þar lýsti hann því  „að fyrir aðalfund Landsbankans 9. febrúar 2007 hefði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri farið þess á leit við sig að safna saman umboðum frá stjórnum erlendu fjárhagsfélaganna sem héldu samanlagt á 13,2% eignarhluta í bankanum og fara með atkvæðarétt félaganna á fundinum og þá einkum til að leggja starfskjarastefnu bankans lið. Samkvæmt Kristjáni var þetta gert og sagðist hann í samræmi við það hafa farið með atkvæðarétt félaganna á fundinum skv. umboði og greitt atkvæði á fundinum." Því kom Kristján fram sem næststærsti hluthafi bankans á aðalfundi hans og greiddi atkvæði í krafti þess eignarhluta í takt við vilja stjórnenda bankans.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .