Þeir sem koma til Bretlands, með flugvél, lest eða bát, munu þurfa að fara í 14 daga sóttkví í kjölfarið. Gefa þarf upp heimilisfang um hvar aðilinn hyggst fara í sóttkví en reglurnar gilda líka fyrir innfædda. Frá þessu greinir BBC.

Reglurnar eru settar til að reyna koma í veg fyrir svokallaða seinni bylgju af faraldrinum. Forstjóri Ryanair hefur gagnrýnt reglurnar harðlega þar sem hann segir þær vera „pólitíska sýndarmennsku“ (e. political stunt). Forstjórinn telur reglurnar ekki líklegar til árangurs en geti valdið miklum efnahagslegum skaða.

Allir þeir sem koma til Bretlands munu sæta hefðbundið sóttkví þar sem ekki má mæta til vinnu, skóla, fá gesti eða fara út úr húsi nema af nauðsyn, svo sem að versla sér til matar. Þeir sem ekki fylgja settum reglum gætu átt von á sekt upp að 1.000 pund eða um 168 þúsund krónur, miðað við núverandi gengi.

Ef ekki er gefið upp heimilisfang, um hvar aðilinn hyggst fara í sóttkví, verður hægt að sekta sá hinn sama um 100 pund, 16.836 krónur, eða neita aðilanum um komu til landsins. Ef ferðalangi tekst ekki að finna sér stað mun ríkið finna húsnæði fyrir hönd aðilans, á kostnað sá hinn sama.