Southwest Airlines er eina af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem styður sig við olíuvarnir. Eftir miklar gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði í ár er útlit fyrir að Southwest muni spara sér um 1,2 milljarða dala eða tæplega 160 milljarða króna, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Southwest verður fyrir vikið með bestu rekstrarframlegðina af keppinautum sína á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fjárfestingarbankanum Raymond James. Hann áætlar að Southwest verði með um 15,5% rekstrarframlegð samanborið við 7,5% hjá American Airlines, 10% hjá United Airlines og 13%-14% hjá Delta Air Lines.

Þökk sé olíuvörnum greiðir Southwest um 70 sentum lægra fyrir hvert gallon og áætlar að greiða að meðaltali um 3,3-3,4 Bandaríkjadali á gallon á öðrum ársfjórðungi, töluvert lægra en hin stóru bandarísku flugfélögin.

Einn viðmælandi FT benti á að Southwest hafi boðið upp á útsölu með 40% afslætti á fargjöldum fyrr í mánuðinum en engin slík tilboð voru að finna hjá hinum flugfélögunum.

Vænt eldsneytisverð og notkun fjögurra stærstu bandarísku flugfélaganna á öðrum fjórðungi.

Vænt eldsneytisverð og notkun fjögurra stærstu bandarísku flugfélaganna á öðrum fjórðungi.

Flugfélag Meðalverð á gallon í $ Vænt notkun í milljónum gallona
American Airlines 3,92-3,97 1.012
United Airines 4,02 892
Delta Air Lines 3,60-3,70 857
Southwest Airlines 3,30-3,40 483

Heimild: Financial Times, SEC tilkynningar og Raymond James

Southwest tók upp stefnu um olíuvarnir í byrjun tíunda áratugarins eftir hækkandi verð á hráolíu í kringum fyrra Persaflóastríðið. Flugfélagið hefur haldið sér við stefnuna í gegnum tímabil hás og lágs olíuverðs. Sem dæmi tapaði Southwest meira en 1,2 milljörðum dala á olíuvernum sínum á árunum 2015-2017 eftir að eldsneytisverð tók dýfu.