Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku flugið í dag, en greiningaraðilar spáðu tækniframleiðendum og olíufyrirtækjum góðri afkomu í dag. Jákvæð afkomuspá fyror Tiffany's hafði einnig áhrif til hækkunar annarra smásölufyrirtækja.

S&P 500 hækkaði um 1,1%, Dow Jones um 1,5% og Nasdaq um 1,5%.

Intel og Nvidia hækkuðu skarpt í dag eftir að ný greining sagði að tölvuframleiðendur myndu hagnast verulega á aukinni eftirspurn eftir tölvum á heimsvísu. Einnig sagði UBS að olíuframleiðendur væru áberandi ódýrt verðlagðir á hlutabréfamarkaði.