Fjárfestar á hlutabréfamarkaði tóku vel í nýja áætlun Seðlabanka Evrópu um aðgerðir gegn skuldavanda evruríkja. Standard & Poor´s vísitalan hækkaði nokkuð snögglega við upphaf viðskipta og hefur ekki verið hærri síðan árið 2008. Dow Jones vísitalan hefur einnig hækkað í viðskiptum, þar sem JP Morgan Chase & Co og Bank of America hafa hækkað um rúmlega 4%.

Velta með hlutabréf í fyrirtækjum S&P vísitölunnar er um þriðjungi meiri en hefur verið að meðaltali síðustu 30 daga, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.