Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum Bretlands úr stöðugum í neikvæðar vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu landsins innan ESB. Lánshæfiseinkunninn er þó enn óbreytt.

Í yfirlýsingu S&P segir að þjóðaratkvæðagreiðslan feli í sér hættu á verri hagvaxtarhorfum.

David Cameron forsætisráðherra hefur lofað því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2017 um það hvort Bretland eigi að vera áfram meðlimur í ESB.

Í yfirlýsingu breska fjármálaráðuneytisins segir að vissulega standi breska hagkerfið frammi fyrir meiri áhættu en ella, en að markmiðið með kosningunum sé að eyða óvissu um stöðu Bretlands innan ESB.