Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur breytt lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

S&P segir ástæðuna vera auknar líkur á harðri lendingu hagkerfisins. Hins vegar breytir fyrirtækið ekki AA-mínus lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins og staðfestir hana.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum sínum í neikvæðar úr stöðugum í febrúar, og olli það miklu umróti á fjármálamarkaði ? veikingu krónunnar og lækkun á gengi hlutabréfa.