Fjármögnunarfyrirtækið SP Fjármögnun hefur óskað eftir auknu hlutafé til að standast kröfur um eigið fé. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

SP-Fjármögnun hf. var stofnað árið 1995 af sparisjóðunum. Í upphafi voru starfsmenn 4 talsins en eru í dag 43 að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Í nóvember 2002 keypti Landsbanki Íslands 51% hlut í SP-Fjármögnun og telst það því dótturfyrirtæki Landsbankans. Starfsemi SP-Fjármögnunar er tvíþætt, tækjafjármögnun í formi eignaleigu og bílafjármögnun bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.