SP-fjármögnun mun ekki senda út greiðsluseðla vegna gjalddaga á gengistryggðum lánum í september. Hæstiréttur mun taka fyrir mál sem snýr að vaxtaþætti gengistryggðra bílalána þann 6. september næstkomandi.

„SP-Fjármögnun hóf á miðju sumri undirbúning á endurreikningum fyrrgreindra lána samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands og Fjármáleftirlitsins. Ljóst er að niðurstaða Hæstaréttar mun hafa áhrif á endurútreikningana og því telur SP-Fjármögnun rétt að bíða eftir dómsniðurstöðu í málinu áður en lengra er haldið,“ segir í tilkynningu frá SP-Fjármögnun.