Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur hækkað mat sitt á lánshæfi Grikklands um sex flokka. Einkunn ríkisins er nú metin „B mínus“. Í rökstuðningi S&P fyrir ákvörðuninni eru grískum stjórnvöldum hrósað fyrir að skera niður útgjöld.

BBC fjallar um málið og bendir á að í síðustu viku hóf Grikkland að fá greitt úr björgunarsjóðum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samtals fékk ríkið 49,1 milljarð evra í þessari lotu. Tvær björgunaraðgerðir sem samþykktar hafa verið fyrir Grikkland gera ráð fyrir samtals 240 milljarða evra greiðslum og þegar hefur um 149 milljörðum evra verið úthlutað.

Rök S&P byggja einkum á því mati að meðlimir evrusvæðisins standa að baki Grikklandi og muni áfram verja stöðu Grikklands innan svæðisins.