Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar um einn flokk í BB+ úr BB með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun .

Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfi ríkissjóðs Íslands um einn flokk í BBB úr BBB- frá 17. júlí 2015, en Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins.

Í umsögn matsfyrirtækisins segir að komi til fjárhagsörðugleika hjá Landsvirkjun séu yfirgnæfandi líkur á því að ríkið hlaupi undir bagga. Þá séu horfur fyrirtækisins stöðugar þar sem ekki séu fyrirsjáanlegar miklar breytingar í skuldbindingum þess.