Í pósti, sem greiningarfyrirtækið Standard & Poor‘s sendi áskrifendum sínum í dag var gefið til kynna að fyrirtækið hefði lækkað lánshæfiseinkunn Frakklands. Skömmu síðar sendi S&P frá sér leiðréttingu þar sem áréttað var að Frakkland er ennþá með hæstu einkunn, AAA, og horfur eru stöðugar. Ætlar fyrirtækið að rannsaka hvernig villan læddist inn í póstinn, en orðrómur meðal markaðssérfræðinga á netinu er um að tölvuþrjótur beri ábyrgð á villunni.