Eftir yfirferð á lánshæfiseinkunnum 37 banka, aðallega í Evrópu og Bandaríkjunum, ákvað matsfyrirtækið Standard&Poor's að lækka einkunnir 15 banka í gær.

Á meðal þeirra eru risabankarnir JP Morgan Chase, Goldman Sachs auk Royal Bank of Scotland. Aðeins tveir bankar fengu hækkaða einkunn en einkunn 20 banka var metin hæfileg og ekki breytt.

Bandarískir bankar sem lækkuðu:

  • JP Morgan Chase & co.
  • Goldman Sachs Inc.
  • Bank of America Corp.
  • Citigroup Inc.
  • Goldman Sachs Group Inc.
  • Morgan Stanley og
  • Wells Fargo & Co.
  • Bank of New York Mellon Corp

Breskir bankar sem lækkuðu:

  • Barclays
  • HSBC Holdings
  • Lloyds Banking Group
  • The Royal Bank of Scotland.

Önnur Evrópulönd:

  • UBS í Sviss
  • BBVA á Spáni
  • Rabobank í Hollandi