Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Spánar um tvo flokka, úr BBB+ í BBB- / -A3. Einkuninn er einum flokki fyrir ofan ruslflokk. Þetta er sama einkunn og ríkissjóður Íslands er með hjá matsfyrirtækinu. S&P segir horfur Spánar neikvæðar.

Í umfjöllun breska viðskiptablaðsins Financial Times um matið segir m.a. að skuldavandi landsins, mikið atvinnuleysi og niðursveifla er í Evrópu bindi hendur spænsku ríkisstjórnarinnar og hamli að hún geti gripið til aðhaldsaðgerða. Þá segir S&P að sjálfstæðistilburðir héraðsstjórna á Spáni geti valdið deilu innanlands.