Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn samfélagsmiðilsins Twitter niður BB-, og eru skuldabréf félagsins því í því sem kallað er ruslflokkur, eða þremur stigum fyrir neðan fjárfestingaflokk. Eftir að greint var frá þessu lækkaði gengi bréfa Twitter um 6% í kauphöll.

Ástæða lækkunarinnar er sögð vera stefna fyrirtækisins að halda áfram ytri vexti þrátt fyrir að hægt hafi á vexti tekna. Á þriðja fjórðungi þessa árs fjölgaði notendum Twitter um 23%, en heimsóknum á hvern notanda fækkaði hins vegar um 7% og skiptir það miklu máli varðandi ákvörðun S&P.

Það sem af er ári hefur gengi bréfa Twitter lækkað um 37%.