Matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat franska bankans BNP Paribas. Bankinn  er stærsti banki Frakklands ef litið er til markaðsverðmætis.

S&P lækkaði mat sitt um einn flokk, úr AA í AA mínus og segir að bankinn sé viðkvæmari fyrir núverandi aðstæðum en áður var talið.

Matsfyrirtækið hélt mati sínu á fjórum öðrum frönskum bönkum óbreyttu; Societe Generale og Credit Agricole sem báðir eru skráðir á verðbréfamarkaði og Groupe BPCE og Banque Fédérative du Crédit Mutuel.