Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfismat Evrópusambandsins úr hæstu einkunn AAA í AA+. Ástæðan er erfið barátta Evrópusambandsins og verra lánshæfi aðildarríkjanna. Horfur eru stöðugar.

Á vef Washington Post er bent á að verra lánshæfi geti stundum gert það að verkum að dýrara verði að fá lán á skuldabréfamörkuðum. Einkunnin AA+ sé þó mjög góð einkunn þannig að þessi lækkun muni einungis hafa táknræn áhrif.

Evrópusambandið fær lánaða peninga til þess að lána aðildarríkjum sínum, öðrum ríkjum og leggur þá jafnframt í ýmiss önnur verkefni. Helstu útistandandi lán Evrópusambandsins eru lán til Írlands og Portúgal sem bæði hafa þurft aðstoð vegna kreppunnar.