Standard og Poor´s hefur lækkað lánshæfismat Frakklands úr AA+ í AA. Tvö ár eru liðin frá því að einkunnin var lækkuð úr AAA.

S&P segir að ástæða lækkunarinnar sé sú að hátt atvinnuleysi í landinu geri stjórnvöldum erfitt um vik að gera nauðsynlegar breytingar til þess að hækka hagvöxt. Franska ríkisstjórnin segir að lánshæfi Frakklands sé eitt það besta á evrusvæðinu.

Pierre Moscovici fjármálaráðherra Frakklands, segir að gagnrýni S&P sé ekki á rökum reist.

BBC greindi frá.