Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfismat Spánar úr AA í AA-. Mikið atvinnuleysi og háar skuldir fyrirtækja á Spáni eru í rökstuðningi matsfyrirtækisins sagðar draga efnahagslífið niður. Matsfyrirtækið útilokar ekki að lánshæfismatið verði lækkað frekar.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismat Spánar í síðustu viku. Það lækkaði jafnframt mat bresku bankanna Lloyds og Royal Bank of Scotland (RBS) í gær auk svissneska risabankans UBS.

Fjármálaráðherra G20-ríkjanna, tuttugu umsvifamestu iðnríkja heims, fundi um skuldavanda evrusvæðisins í dag.