Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur fært niður mat sitt á 11 stórum bönkum. Sex bandarískir bankar voru færðir niður, þar á meðal JPMorgan Chase, Bank of America og Wells Fargo.

Auk þess var einkun fimm banka í Evrópu færð niður. Niðurfærslan er að stórum hluta vegna versnandi efnahagsástands í heiminu en frammistaða einstakra banka gefur einnig tilefni til að lækka matið.

S&P færði Citigroup, Morgan Stanley og Goldman Sachs niður um tvo flokka. Barclays, Credit Suisse, Deutsche Bank, Royal Bank of Scotland og UBS voru lækkaðir um ein flokk.