Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor’s tilkynnti í dag að það hafi breytt langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis [ GLB ]úr A- í BBB+, með neikvæðum horfum. Á sama tíma staðfesti S&P skammtímaeinkunn bankans A-2. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem er metin af S&P.

„Þessi niðurstaða S&P endurspeglar fyrst og fremst þann óróleika sem ríkir alþjóðlegum fjármálamörkuðum og þeirrar óvissu sem gætir um þróun íslensks efnahagslífs á næstu misserum,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis í fréttatilkynningu.

„Vegna viðvarandi óvissu á fjármálamörkuðum hafa lánshæfismatsfyrirtæki almennt verið að endurskoða afstöðu sína til banka og fjármálafyrirtækja víða um heim. Glitnir er í sterkri stöðu með stöðugan rekstur og trausta lausafjárstöðu," segir hann.