Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga lækkar úr BBB- (athugunarlisti) í BB (stöðugar horfur).  Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig úr BBB+ (neikvæðar horfur) í BB (stöðugar horfur).

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en þar kemur fram að S&P hafi breytt aðferðafræði varðandi mat á lánshæfi fyrirtækja í eigu opinberra aðila (“Government Related Corporates”) sem leiði til lækkunar nú.

Þá kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem Landsvirkjun fær einkunn sem er lægri en sambærileg einkunn ríkissjóðs en félagið fékk fyrst lánshæfiseinkunn árið 1998.

„Í lánssamningum Landsvirkjunar eru engin ákvæði sem kalla á uppsögn eða breytingar þó að lánshæfi lækki,“ segir í tilkynningunni.

„Breytingin nú hefur því engin áhrif á vaxtakjör á eldri lánum fyrirtækisins.  Breytingin hefur hins vegar, að öllu öðru óbreyttu, neikvæð áhrif á aðgengi Landsvirkjunar að nýju lánsfjármagni á ásættanlegum kjörum.“