Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í gær að það hefði lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum í 'A' úr 'A+'.

Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt lækkuð í 'A-' úr 'A'. Þá voru langtímaeinkunnir settar á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt var lækkuð í 'A-2' úr 'A-1' og einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum 'A-1' var staðfest.

Lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs er gert í kjölfar lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna stuðnings við Glitni.