Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur ákveðið að lækka langtíma lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í AA-mínus úr AA-plús, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Í tilkynningunni segir að um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista, þar sem það hafði verið sett 1. mars síðastliðinn með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónum eru stöðugar.

Á sama tíma var lánshæfismatið staðfest fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt ?AA-? og fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og erlendri mynt ?A-1+'. Horfur fyrir erlenda mynt eru neikvæðar.